« Home | Hvað gerðist á uppstigningardag? Jú, Skáldið fór í... » | » | Vignir að sulla » | Lilli fer hamförum yfir Krossána » | Jarlaskáldið við skiltið góða í Innra-Slyppugili » | Bekkurinn! » | Súkkurnar við tjaldstæðið í Básum » | Stebbalingur að pakka saman » | » | Alltaf stuð að leggja kapal í útilegum » 

fimmtudagur, maí 27, 2004 

Vestfjarðavíkingurinn

Ojæja, hefst þá sumarvertíðin af alvöru. Ef allt fer að óskum verða þær fáar helgarnar á næstunni sem Jarlaskáldið dvelst í höfuðborginni. Nú þegar hefur ca. helmingur helganna í sumar verið frátekinn fyrir hinar ýmsu ferðir, flestar hefðbundnar en sumar nýjar af nálinni, og verða birtar ferðasögur frá þeim öllum með tíð og tíma.
hvítasunnuhelgin markar sem fyrr segir upphaf sumarvertíðar og það verður að viðurkennast að ekki fer vertíðin of vel af stað, því svo virðist sem allmargir leiti allra leiða til að komast hjá því að leggjast í útilegur, og eru afsakanirnar mislélegar. Þannig hefur a.m.k. einn flúið land, annar austur á Egilstaði, sá þriðji vestur á Strandir og sá fjórði leggur hellur. Þá eru einhverjir er kvarta undan peningaleysi, en aðrir sem eru hreinlega bara latir. Vesalingar og dusilmenni öll saman!
Þó er ljós í myrkrinu. Fimm einstaklingar ætla að leggja land undir fót (og dekk) og eyða hvítasunnuhelginni í mjúkum faðmi náttúru Íslands. Auk sjálfs Skáldsins eru það Andrésson og frú, Vignir og Stefán sem hyggja á för um sunnanverða Vestfirði. Það verður fjör, og allir sem ekki koma með fara til helvítis. Það er næsta víst.

Jarlaskáldið hefur bætt við á lista bloggara. Fyrst ber að nefna til sögunnar læknanemann (og fljótlega lækninn) Gísla Björn Bergmann. Hann þekkir Skáldið frá námsárum sínum, en hann gegndi embætti liðsstjóra hjá GB-liði Menntaskólans með sóma seinna árið er Skáldið tók þátt í þeirri vitleysu. Þó Jarlaskáldið sé sjaldan eða aldrei sammála skrifum Ljós-Gíslans (maðurinn bæði heldur með Manure og styður Sjallana og skrifar mestmegnis um það) veit Skáldið að hann er drengur góður og á hlekkinn skilinn, enda hlekkjaði hann á Skáldið að fyrra bragði.
Í öðru lagi ber að nefna blogg sem tveir menn algjörlega ókunnugir Skáldinu sjá um. Ekki er Skáldið vant að hlekkja á slík blogg en þar eð umfjöllunarefni bloggsins er Skáldinu nokkuð hugleikið hefur það ákveðið að gera það engu að síður. Hér sé bloggið.

Er þá ekki annað eftir en að óska lesendum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Veriði sæl!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates