« Home | Miðvikublogg ið fertugastaogþriðja Jarlaskáldið f... » | Ekki eru allar ferðir til fjár... ...og verkalýðs... » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » | Miðvikublogg ið fertugastaogannað Eitt og annað á... » | Það er sko komið sumar Helgi búin, lítið gert. Þó... » 

sunnudagur, maí 09, 2004 

Eru álfar kannski menn?

Af hverju í mölétinni myglaðri Melrakkasléttu er Jarlaskáldið að blogga aðfararnótt sunnudags? Það er von að fólk spyrji!

Jebb, enn ein helgin sem Jarlaskáldið lætur lendur skemmtanalífsins alveg í friði, þrátt fyrir fögur fyrirheit í hina áttina. Aldrei að treysta neinum.

Í fyrsta lagi ber Jarlaskáldinu að bera fram afmæliskveðjur sínar. Litla systir er hvorki meira né minna en 19 ára gömul í dag. Hún ku stödd í Frankaríki þessa dagana og því engin veisla fyrir Skáldið, er það miður, Skáldið fílar veislur. Þess má til gamans geta að um svipað leyti og litla systir fæddist unnu Bobbysocks Eurovision með laginu La det swinge! Það var nú fínt lag, er það ekki?

Í öðru lagi er þetta hneisa. Mogginn og allt.

Í þriðja lagi hefur Jarlaskáldið góðar fréttir. Allavega fyrir það, og kannski einhvern annan, því Jarlaskáldinu áskotnaðist nýverið gjafakort á T.G.I. Fridays að upphæð fimm þúsund krónur. Ekki nóg með það, því auk þess fékk það gjafakort í kvikmyndahús fyrir tvo, á sýningu að þess vali. Þetta hljómar eins og deit, er það ekki? Ókei, kannski ekkert sérstaklega grand deit, en samt skárra en margt? Ojú.
Af því tilefni efnir Jarlaskáldið til samkeppni. Verðlaunin eru deit með Jarlaskáldinu eins og sagt er frá að ofan. Þrautin felst í spurningu, og óskað er svars. Spurningin er þessi:

Ef Britney Spears, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Jón Ásgeir Jóhannesson lentu í slagsmálum, hvert þeirra myndi vinna?

Svara er óskað í kommentum, og er keppendum frjálst að beita öllum brögðum til að hljóta sigur. Jarlaskáldið áskilur sér rétt til að velja besta svarið eftir þess eigin mati og mun höfundur þess hljóta vinninginn eftirsótta. Góðar stundir.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates