Þá er Jarlaskáldið bara flutt, hefur yfirgefið móður sína og Breiðholtið og hafið búskap í Árbænum. Þar hefur það ráðskonu sér til fulltingis og er þegar búið að halda reisugilli. Líkt og sjá má hér. Netsamband er annars af skornum skammti í Árbænum og því ekki von á mikilli bót og betrun í skrifum á þessa síðu á næstunni. Kannski lagast það einhvern daginn...
Ekki mikið líf hér þessa dagana. Jarlaskáldið hefur hreinlega bara verið nógu upptekið í raunheimum og ekkert nennt að sinna þessari vitleysu. Kannski breytist það á næstunni, en best að lofa sem minnstu. Annars lítur út fyrir að Skáldið sé loks á leið úr Breiðholtinu. Jamm, að flytja í eitthvert bófahverfi, og það bara á næstu dögum, og á enn eftir að kaupa sjónvarp. Ekki búast við miklum skrifum hér fyrr en því er lokið...
Jarlaskáldið fór út að hjóla í kvöld. Nokkuð hressandi. Fer svo í ómskoðun á fimmtudaginn. Það er samt ekki ólétt. Eða við skulum allavega vona það. Meira síðar...