« Home | FrægðÞeir eru víst orðnir eitthvað á annað þúsundi... » | Konsert o.fl.Mínus? Góðir. Queens? Snilld. Foo? Si... » | Bleh!Mörkin um helgina. Heilsan hefur verið betri.... » | Djúran og djammiðSkáldið fór á Djúran. Allgott. M.... » | MÖRKIN Í DAG! » | 1 FOKKING DAGUR! » | 2 DAGAR! » | 3 DAGAR! » | Tveggja trippa talJarlaskáldið hefur vanrækt sagnf... » | UndirbúningsferðJarlaskáldið fór við þriðja mann í... » 

mánudagur, júlí 11, 2005 

Hagavatn




Skelltum okkur nokkrir pjakkar upp að Hagavatni á laugardaginn og gistum eina nótt. Sosum fátt merkilegt við það, en Lilla tókst þó að gera nokkuð góða hluti í BRÖTTU brekkunni upp að Hagavatni. Alltaf gaman að vera að hjakkast upp snarbratta brekku, missa grip og framdekkin byrja að renna til hliðar. Jarlaskáldið gargaði þó ekki jafnmikið og Solla þegar hið sama gerðist á sama stað fyrir tæpum þremur árum. Þetta hafðist þó allt saman að lokum, og við sáum blessaðan pollinn, eins og myndin að ofan sýnir. Jarlaskáldið gerði svo heiðarlega tilraun til að drepa sig og Magga á leiðinni heim, en tókst ekki.

Á föstudaginn fór Jarlaskáldið hins vegar á NASA þar sem Sálin spilaði. Þriðja Sálarballið í sumar, sæmilegt það. Það var stuð.

Myndirnar frá Hagavatni koma svo þegar Jarlaskáldið hefur ráðið fram úr ákveðnum myndvinnsluvandamálum (Uppfært: Myndir hér!).

Blogg dauðans er víst eigi svo dautt lengur. Bloggari dauðans fær því sinn gamla sess í listanum hér til vinstri, og er það viðeigandi að hann sé einmitt vinstra megin.

Að lokum: Það stefnir allt í þessa vitleysuna eftir rúmar tvær vikur. Maður ætlar seint að fullorðnast (Uppfært: Búinn að panta flug)!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates