« Home | FótboltiMaður hefði kannski haldið að þessi maður ... » | Kimi RaikkonenÆ, ætli maður nenni að skrifa þessa ... » | HálfvitarÞið eruð öll hálfvitar. Drullusokkar og a... » | Hring eftir hring  Jarlaskáldið var á faraldsfæti ... » | Þetta verður ekki gott bloggEitt og annað...Fyrir ... » |  Ætli þessi fái að skemmta sér um helgina?--------... » | DjammeríSkáldið skellti sér á Sálarball á NASA í g... » | Blautlegar frásagnirÞað hafa vafalaust margir lese... » | Dýrt spaugMörkin var heimsótt um helgina. Þar fékk... » | Stórkostleg stuðningsyfirlýsing!Já, það er ekki um... » 

föstudagur, maí 27, 2005 

Helgin

Helgin, já helgin. Jarlaskáldið var fyrir löngu búið að plana föstudagskveldið, þá átti að halda á tónleika, en svo nenntu Skotarnir bara ekki að mæta á klakann og koma víst ekki fyrr en í haust. Hvað gerir maður þá?

Ja, eitt er víst, ekki hangir maður heima og horfir á Hemma Gunn. Skáldið var að skoða veðurspána, og hún lítur alls ekki illa út. Væri þá ekki tilvalið að drullast út úr bænum? Jú, held það bara. A.m.k. einn maður hefur lýst sig fúsan til að slást með í för (hver annar?), og lýsir Skáldið eftir fleirum sem til eru að leggja land undir fót. Mörkin, Laugar, hvert sem er, skiptir ekki máli, bara að sofa í tjaldi og taka Müllersæfingar þegar maður vaknar og Skáldið er sátt. Nýta þetta sumar, stutt sem það er. Ekki endalaust hægt að helluleggja.

Í öðrum fréttum er það helst að Jarlaskáldið hefur eytt síðustu dögum í að glápa á fyrstu seríuna af spennuþættinum Tuttugu og fjórum, sem lillebror hefur látið mikið af, og haft bara nokkurt gaman af. Kannski að Skáldið horfi á næstu seríu líka, hún Kim er nú nokkuð áhorfanleg eftir allt saman.

Veit einhver hvar hægt er að fá strigaskó á þessu landi sem láta mann ekki líta út eins og hálfvita? Skáldið hefur mikið leitað, án árangurs. Er maður bara svona úr takti við tískuna?

Skáldið byrjaði á tónleikum, best að enda á sama hátt, því allt bendir til þess að Skáldið skelli sér á tvenna tónleika eftir ríflega mánuð. Á milli þeirra verður hátíð góð. Af henni skyldi enginn missa.

Fariði svo að gera eitthvað skárra en að lesa þessa vitleysu!

---------------------------------------------------------------------------------

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates