« Home | Dagur töffari » | Og hvað svo? Bara smá svona öppdeit... Á morgun ... » | » | Af útlendingum, frænkum og öðru ómarkverðu Jæja, ... » | Gunni á leið heim í leigara með chilibát í farte... » | Maggi og Gunni að leysa vandamál heimsins » | Flottur Land Rover » | Stebbi gefur Willa að drekka » | Bjór » | Allt brjálað að gera í vinnunni » 

mánudagur, ágúst 23, 2004 

Everything´s Not Lost
Enn ein helgin búin, og þessi átti víst að vera sérlega menningarleg. Það fór eins og það fór.
Á föstudaginn stóð til að fara á eitthvað skrall, en þegar til kom nennti enginn neinu og var það vel því Jarlaskáldið nennti minnstu og fór bara í háttinn á tiltölulega sómasamlegum tíma. Fátt meira um það að segja.
Laugardagur var aftur á móti heldur tíðindaríkari. Mætti segja að dæmið hafi hafist á öðrum tímanum þegar við Stebbalingur skelltum okkur á Players til að horfa á leik Liverpool gegn Manchester City. Það var góð ferð, enda fengu menn bæði gott að borða og drekka og svo vannst leikurinn í ofanálag. Það var reyndar frekar óhuggulegt þegar barkellan fór úr brjóstahaldaranum og gaf einum viðskiptavininum, en sem betur fer sneri hún baki í okkur.
Að leik loknum fóru menn til síns heima og komu sér í partígallann því Magnús Blöndudalur frá Þverbrekku í Kópavogshreppi bauð til veislu ekki löngu síðar. Jarlaskáldið tafðist reyndar aðeins við að sækja hjónaleysin frá Naustabryggju en var mætt í Kópavoginn snemma á sjöunda tímanum. Þar var reyndar ekki margt um manninn fyrst um sinn, en þegar þeir höfðu grillað sér ket og meððí sem ætluðu, Skáldið meðtalið, fór að fjölga í kotinu. Ekki ætlar Skáldið að telja þá alla upp, en hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á staðnum:





Stebbi



Snorri



Maggi og Dilla



Sálfræðingar



Danni djús



Warsteiner er góður

Þegar klukkan var svo farin að ganga tíu þótti ráð að koma sér niður í bæ því einhver hafði heyrt að þar væri eitthvað sniðugt á seyði. Snorri perri var á bíl og þar að auki með aukabílstjóra með sér svo allir fengu far, en leggja þurfti við Háskólann vegna óhóflegs bílafjölda í bænum. Þaðan var létt skemmtiganga í bæinn sem endaði niðri á Miðbakka hvar staddur var múgur og margmenni og þekkti maður m.a.s. suma. Jújú, svo tónleikar, Egó rifjuðu upp stemmninguna í Eyjum og svo var flugeldasýning, sem var ágæt. Hér er vond mynd af henni:





Sprenging

Þegar flugeldasýningin var búin var næsta mál á dagskrá að koma sér inn á einhvern stað. Hægara sagt en gert, en við áttum sem betur fer hauk í horni sem var Tóti er gegnir stöðu dyravarðar á Mojitos. Svo þangað fórum við, eða allavega einhverjir. Fólk týndist svona eitt af öðru og Jarlaskáldið var ekkert að fylgjast of vel með því, enda upptekið við aðra hluti. Annars var maður ekkert að passa of vel inn á þennan stað, sérstaklega þegar maður sér ekki hvað er kúl við að borga 700 kall fyrir lítinn bjór. Var því tekin sú pólitíska ákvörðun af fastagestunum a.m.k. að halda á heimavöllinn, sama hve löng helvítis röðin væri. Og löng var hún, en það er bara gaman. Inni var svo heljarstuð að vanda, ekki vantaði það. Skáldið hitti fólk, frænkuna og mágkonuna þar fremstar í flokki, en líka fullt af öðru liði. Ekki fer annars miklum sögum af afrekum Jarlaskáldsins fyrr en það ákvað um fjögurleytið að hætta leik þá hæst hann stæði og dreif sig á Nonnabita. Þar var röð út úr dyrum og glatt á hjalla, Skáldið fékk sinn pepperonibát að lokum og rölti svo út að leigubílaröðinni. Þar sneri það snarlega við þar sem röðin náði til tunglsins, og tölti bara aftur upp á Hverfisbarinn. Afdrifarík ákvörðun. Ekki hafði stemmningin þar minnkað nema síður væri, Jarlaskáldið tók nokkrar myndir:






Stuð



Maggi og Steffí frænka



Jarlaskáldið og ekki bara einhver Frammari



Jarlaskáldið, Steffí frænka og Blöndudalur

Þetta var nú heljarstuð en allt stuð endar að lokum og þetta gerði það víst líka. Sú saga verður þó ekki sögð hér.

Næsta helgi: Sumarbústaður ef Guð og Adólf lofa.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates