« Home | Flottir á fjöllumÞokkalegir-----------------------... » | Hæ hó og jibbíjei!Jamm, maður skellti sér upp í La... » | LaugarLaugar um helgina. Myndir hér.--------------... » | LabbitúrJarlaskáldið brá sér við fjórða mann í lab... » | Lilli fer upp á jökulLíkt og áður var getið skellt... » | ... fríkaði hún útHúsafell og læti um helgina. Hér... » | SkórJarlaskáldið fann loks skó í dag:Nokkuð góðir ... » | Er þá komið sumar?Best að skrifa eitthvert smotter... » | HelginHelgin, já helgin. Jarlaskáldið var fyrir lö... » | FótboltiMaður hefði kannski haldið að þessi maður ... » 

þriðjudagur, júní 21, 2005 

Ófeigur

Í dag eyddi Jarlaskáldið stærstum hluta vinnudagsins niðri á Fréttablaði. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema að þegar Jarlaskáldið var að grúfa sig yfir tölvuna og lesa einhvern misgáfulegan pistil, heyrði það allt í einu þvílíkan hávaða og læti, líkt og eitthvað stórt og þungt hefði fallið á gólfið. Jarlaskáldið stóð upp og sneri sér við, og sá þá að glerskilrúm milli skrifborðsins þess og þess næsta, hafði skyndilega ákveðið að hætta að gegna tilgangi sínum og falla án sýnilegrar ástæðu niður í átt að Jarlaskáldinu, og miðað við lauslegar hornamælingar Jarlaskáldsins reiknaðist því til að það var ríflega hálfan metra frá því að enda fallið á hnakkanum á Skáldinu, sem hefði líklega ekki haft jákvæðar afleiðingar í för með sér, þar sem þrjá fíleflda karlmenn þurfti til að reisa skilrúmið við og koma því í sæmilega hættulausa stöðu. Svo hélt Jarlaskáldið áfram að vinna.

Ef Jarlaskáldið verður aftur sent niður á Fréttablað ætlar það að krefjast áhættuþóknunar.

-----------------------------------------------------------------------------------

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates