« Home | Músík ársins » | 2009 » | Árið 2008 í myndum » | Lilli er látinn » | París » | Lance Armstrong » | St. Anton » | Árspistill » | 30 » | Lífsmark? » 

þriðjudagur, desember 27, 2011 

Músík ársins
Hér koma 20 lög í engri sérstakri röð, 10 íslensk og 10 erlend, sem mér fannst standa upp úr á árinu. Aðeins eitt lag er með hverjum flytjanda, annars hefði listinn litið eitthvað öðruvísi út. En vindum okkur í þetta:

Bon Iver - Holocene: Besta lagið af einni bestu plötu síðasta árs, og ekki skemmir myndbandið fyrir, þótt þetta dansi á væmniskantinum.

Baggalútur - Ónáðið ekki: Hressandi Baggalútsslagari, kannski ekki rismikil tónsmíð en þetta kemur manni í það minnsta í gott skap.

Fleet Foxes - Helplessness Blues: Annað lag úr indie-krúttsenunni, með viðeigandi krúttlegu myndbandi, en það má þó dilla sér aðeins við þetta.

Mugison - Stingum af: Þetta var soldið árið hans Mugisons, þótt ekki sé dýpra í árinni tekið, og eitthvað segir mér að þetta lag verði enn sungið eftir 50 ár.

Cut Copy - Need You Now: 80's-synthapopp frá Ástralíu, og það svona asskoti vel gert. Bölvað klúður að hafa ekki farið að sjá þá á NASA, en þeir hljóta að koma einhvern tíma aftur.

Berndsen og Bubbi Morthens - Úlfur úlfur: Við höldum okkur á svipuðum slóðum tónlistarlega, en nú innanlands. Sumarsmellurinn 2011, og það þrátt fyrir að Bubbi syngi það. Geri aðrir betur.

James Blake - Limit To Your Love: Hér hægjum við ferðina allverulega, og leyfum hinum þunglyndislega James Blake að róa okkur niður. Stundum er þunglyndið ágætt.

Hjálmar - Í gegnum móðuna: Nýja platan frá Hjálmum hefur víst ekki verið að slá í gegn, en þeir eru þó að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt í þessu lagi. Það er meira en margir.

Foster the People - Pumped Up Kicks: Þetta fer væntanlega í léttmetisflokkinn, og líklega er þetta rakið One Hit Wonder, en stundum er það nóg.

Valdimar og Memfismafían - Okkar eigin Osló: Kannski hefur það sín áhrif að mér fannst þessi mynd alveg sérlega skemmtileg, og kom mér í hrikalegt sumarskap einhvern tíma í mars, en lagið stendur fyrir sínu eitt og sér.

Coldplay - Paradise: Það er mikið í tísku að dissa Coldplay og finnast þeir ömurlegasta sellout sem fyrirfinnst í tónlist, en ég var bara nokkuð hrifinn af nýju plötunni þeirra og finnst þetta lag alveg ágætt.

FM Belfast - New Year: Á To do listanum 2012: Sjá FM Belfast á tónleikum.

Gotye feat. Kimbra - Somebody That I Used To Know: Mögulega besta lag ársins, en ég hef ekki hugmynd af hverju. Það er bara eitthvað við þetta.

Valdimar - Yfirgefinn: Ég heyri læti, la la la la læti...

The National - Think You Can Wait: Ef The National gefur út lag á árinu eru allar líkur á að það komist á þennan lista, í slíkum hávegum er sú hljómsveit höfð hér. Mæli líka með myndinni sem þetta lag kemur úr, Win Win.

Snorri Helgason - River: Aftur erum við komin á krúttlegar slóðir, með enn einu krúttlegu landslagsmyndbandinu. Svona er maður orðinn á gamals aldri...

Elbow - Lippy Kids: Ég tel ágætis líkur á að fæstir hafi heyrt þetta lag á árinu, enda fór það ekki hátt, en það er alveg þess virði að gefa sér sex mínútur í það.

Sin Fang - Fall Down Slow: Veit ekki hvað ég á að segja um þetta lag, svo ég vitna bara í Ísleif bílakall: Það er með takti, sem er gott.

Kavinsky feat. Lovefoxxx - Nightcall: Ég á enn eftir að sjá Drive, en þetta lag eitt og sér er líklega nógu góð ástæða til þess að drífa í því.

Of Monsters And Men - Little Talks: Við endum þetta á litlu krúttubollunum, þetta er allt voða ófrumlegt og allt það, en hver segir að allir þurfi að vera frumlegir?

Og ef einhvern langar að eiga þessi lög má nálgast öryggisafrit af þeim hér. Góðar stundir.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates